Close

UM FC ÁRBÆ

     FC Árbær er hugmynd sem upprunalega spratt upp meðal nokkra vina úr Árbænum áður en liðið var stofnað árið 2021. Eins og nafn liðsins gefur til kynna er félagið staðsett í 110, árbæ og spilar heimaleiki sína á Fylkisvelli.

     Eftir einungis eitt keppnistímabil er liðið komið í 3. Deild og varð þar með fyrsta og eina liðið í sögunni til að fara upp úr 4. Deild í fyrstu tilraun. Því er gríðarlegur metnaður félagsins auðséður og öll verkefni sem það tekur sér fyrir hendur eru tækluð af mikilli nákvæmni, innan sem utan vallar. FC Árbær stefnir á stóra hluti á komandi árum. Vegferðin er einungis að byrja.

ÁRANGURINN OKKAR

     Árbær varð fyrsta lið í sögunni til að komast upp um deild í fyrstu tilraun. Frá fyrsta degi var augljóst að einhvað byltingakennt var í gangi. Með mikilli vinnu hjá stjóninni, leikmönnum og þjálfurum tókst okkur að búa til til lið sem var allt of gott fyrir 4.deild.

     Með ekkert á milli handanna til að byrja með tókst okkur í gegnum mjög mikla vinnu og hjálp frá styrktaraðilum að halda uppi og búa til fótboltalið sem að er í dag í 3 deild af 7 deildum.

GERAST STUÐNINGSMANN!

     Árbær er mjög metnaðarfullt félag og vill spila og æfa við bestu aðstæður. Árbær treystir stuðninsmönnum og styrktaraðilum til þess að geta æft við bestu aðstæður, æft með góðum þjálfurum, og spilað góðum leikmönnum. Þökk sé góðan stuðnings 2022 gátu Árbær komist upp um deild og haldið liðinu á floti.

GERAST STUÐNINGSMAÐUR

25. sep 2021

Formlega stofnað knattspyrnufélagið

11. nov 2021

Fyrsti æfingaleikur Árbæjar. VS Ýmir, leikurinn endaði 4-1 fyrir Árbæ. Mynd til hægri eru ummæli þjálfara Ýmirs.

8. jan 2022

Félagið formlega komið í Íþróttabandalag Reykjavíkur. 2 dögum fyrir skráningu í Íslandsmótið í Fótbolta. 2 dögum seinna og við hefðum verið að byrja 2023 í 6. Deild í staðin fyrir 3. Deild.

27. jan 2022

Fyrsti mótsleikur Árbæjar í Boreal Cup á móti Uppsveitum. Leikurinn endaði með 2-3 sigri Árbæjar. Við enduðum mótið á 5 sigrum og einu jafntefli og lentum í öðru sæti þar sem KFK endaði í fyrsta sæti á markatölu.

26. feb 2022

Fyrsti KSÍ leikur Árbæjar á móti Úlfunum endaði 2-2 í Lengjubikarnum. Við enduðum riðilinn með 4 sigra og 1 jafntefli og enduðum aftur í öðru sæti útaf markatölu.

16. maí 2022

Fyrsti leikur Árbæjar í Íslandsmótinu. Fyrsti tapleikur Árbæjar í umdeildum leik við Skallagrím þar sem félagssmaður Skallagríms var aðaldómari leiksins. Árbær spilaði síðan 19 leiki í röð ánþess að tapa og komst upp um deild á meðan Skallagrímur féll niðrí 5. Deild.

19. ágúst 2022

Seinasti leikur Árbæjar í riðlinum endaði með 0-6 sigri og við tryggt okkur sæti í 4.deild og komnir í úrslitakeppnina og keppum núna um sæti í 3. Deild.

10. sep 2022

Fyrri úrslitaleikur um að komast upp um deild Vs Hvíti Riddarinn. Leikurinn fór 1-2 fyrir Árbæ og var ljóst að Árbær þyrfti bara jafntefli eða sigur í seinni leiknum til að komast upp um deild.

14. sep 2022

Árbær verður fyrsta lið í sögunni til að komast upp úr 4.deild í fyrstu tilraun þar sem seinni leikurinn endaði 0-0. 1500 manns mættu á leikinn og fengu að vera vitni að þessum merka áfanga.

STYRKTARAÐILAR OKKAR

Ótrúlegur leikur, gæti ekki verið stoltari. Ég trúi á að þeir komast langt í framtíðinni og veit að þeir munu ná frábærum árangri.

Þeir gera ekkert annað en að auka væntingar þínar, nær allatf að toppa seinasta leik!

bonus
Hárland
Jói Útherja
Tannlæknavaktin
Unbroken
World class
collab
fjarfesting
fudge
íslandssmíðar
joe and the juice
markend